Íslandsmeistaramót No-Gi 2024
Íslandsmeistaramót No-Gi fullorðinna 2024 verður haldið laugardaginn 25. Maí í húsnæði Ármanns, Laugardal.
Dagskrá - Laugardaginn 25. maí
Vigtun byrjar kl 10
Fyrstu glímur byrja kl 11
**ATH Mikilvægt !!**
Nauðsynlegt er að vigta sig inn tímanlega svo hægt sé að merkja að keppandi sé mættur.
Þetta á líka við +100 kg flokk.
Gott er að miðast við vigtun að lágmarki klukkustund fyrir glímu.
Fyrirkomulag
Í ár verður mótinu skipt upp í þrjú getustig: Byrjendahóp (Miðast við hvít belti), Mið hópur (Miðast við blátt og fjólublátt belti) og Framhalds hópur (Miðast við brúnt og svart belti).
Vinsamlegast athugið að hægt er að skrá sig upp um flokk, þá sérstaklega fyrir þá sem vilja geta notast við snúandi fótalása. Þá er Framhalds hópurinn eini hópurinn sem það er leyfilegt.
Að venju verða aðeins tveir opnir flokkar: Opinn flokkur kvenna og opinn flokkur karla. Allir geta skráð sig í opnu flokkana, óháð beltalit og þyngd, en þeir sem keppa í efsta getustiginu munu eiga forgang í flokkana.
Keppt verður eftir nýjum reglum BJÍ og er hægt að kynna sér þær hér
Skráning
Early bird verð: 6.000 kr | **(Gildir fyrir 13. maí) |
Standard verð: 7.500 kr | |
!! Skráningu lýkur 20. maí !! |
Til að ljúka skráningu þarf að millifæra keppnisgjald
Inná reikningsnúmer: 0301-26-005642
Kennitala: 431008-2460
Setjið NOGI ÍM24 í skýringu.
**ATHUGIÐ! MJÖG mikilvægt er að senda kvittun úr netbankanum á [email protected]
með fullu nafni keppenda sem greitt var fyrir. Sérstaklega ef annar en keppandi greiðir gjaldið.
Contact
Location
Entries
-
Karlar 7500 ISK16 years and above