Normální registrace
07 Jun - 01 Oct 16:01
Pozdní registrace
01 Oct - 18 Oct 23:59
Soutěž začíná 21 Oct

Íslandsmeistaramót Fullorðinna 2023 - BJÍ

Íslandsmeistaramót fullorðinna 2023 verður haldið laugardaginn 21. október í Ármanni.

Íslandsmeistaramót fullorðinna 2023 fer fram laugardaginn 21. oktober í Ármanni, Engjavegi 7. Húsið opnar kl. 9 með vigtun keppenda og mótið sjálft hefst kl. 10. Keppt verður á fjórum völlum að þessu sinni.

Í ár verður mótinu skipt upp í þrjú getustig: hvít belti, blá belti og loks fjólublá belti og upp (fjólublá, brún og svört saman). 

Að venju verða aðeins tveir opnir flokkar: Opinn flokkur kvenna og opinn flokkur karla. Allir geta skráð sig í opnu flokkana, óháð beltalit og þyngd, en þeir sem keppa í efsta getustiginu munu eiga forgang í flokkana. 

Keppt verður eftir IBJJF reglum og er hægt að kynna sér þær hér, www.ibjjf.com/books-videos

Keppt verður í 8 þyngdarflokkum hjá körlum;

–64 kg (Light feather)
–70 kg (Feather)
–76 kg (Light)
–82,3 kg (Middle)
–88,3 kg (Medium heavy)
–94,3 kg (Heavy)
–100,5 kg (Super heavy)
+100,5 kg (Ultra heavy)

Keppt verður í 4 þyngdarflokkum hjá konum;

– 58,5 kg
– 64.0 kg
– 74.0 kg
+74.0 kg

Athygli er vakin á því að mótshaldarar gefa sér fullkomið frelsi til að sameina flokka bæði eftir þyngdum og litum, ef flokkar eru of fámennir. Alltaf verður reynt að sameina flokka á sem sanngjarnastan hátt.

Til að ljúka skráningu þarf að millifæra 6.000 kr.
Inná reikningsnúmer: 0301-26-005642
Kennitala: 431008-2460

Setjið ÍM23 í skýringu.

ATHUGIÐ! MJÖG mikilvægt er að senda kvittun úr netbankanum á [email protected]
með fullu nafni keppenda sem greitt var fyrir. Sérstaklega ef annar en keppandi greiðir gjaldið. 

Vstupy

  • Karlar 6000 ISK
    16 years and above
  • Konur 6000 ISK
    16 years and above

Cancel/Refund policy