Normal registration
15 Aug - 19 Oct 20:00
Event starts 19 Oct

Íslandsmeistaramót 2019

Íslandsmeistaramót 2019 verður haldið laugardaginn 19. október í Laugardalshöllinni.

Íslandsmeistaramót Í brasilísku Jiu Jitsu fram laugardaginn 19. oktober í Laugardalshöll. Húsið opnar kl. 8 með vigtun keppenda í barna og unglingaflokki, mótið sjálft hefst kl. 9.

Keppt verður á fjórum völlum að þessu sinni. Mótið er ætlað fyrir keppendur á öllum aldri og skiptist það niður í þyngdar- og aldursflokka hjá börnum og þyngdar og belta flokka hjá fullorðnum.

Skráning

Skráning á mótið fer fram á bji.smoothcomp.com.
Skráningarfrestur til 16. oktober.

Mótsgjald fyrir börn og unglinga (4-17ára): 3.500 kr

Mótsgjald fyrir fullorðna (18+): 6000 kr

Til að ljúka skráningu þarf að millifæra Mótsgjaldið inná reikning BJÍ:

Reikningsnúmer: 0301-26-005642
Kennitala: 431008-2460

Setið ÍMB19 í skýringu.

ATHUGIÐ! MJÖG mikilvægt er að senda kvittun úr netbankanum á [email protected] með fullu nafni keppenda sem greitt var fyrir.


Reglur fyrir Íslandsmót Barna og Unglinga

Börnum verður skipt niður í þyngdar og aldursflokka með sanngirnis sjónarmiðum í samstarfi við þjálfara barnaflokkana. Keppt verður með Round robin fyrirkomulagi en þá fá allir keppndur í hverjum flokk að keppa við alla, sem tryggir að minnsta kosti 2 glímur fyrir hvern keppanda.

DAGSKRÁ

Húsið opnar kl. 08:00

Vigtun kl. 08:15

Reglufundur kl. 8:45

Mót hefst kl.9:00

Aldursflokkar

— 4–5 ára
— 6–7 ára
— 8–9 ára
—10–11 ára
—12–13 ára
—14–15 ára
—16–17 ára

Athugið að aldursflokkar geta breyst eftir skráningarfjölda keppenda.

KeppnisReglur:

Óleyfileg brögð eftir aldursflokkum og tímalengd glíma má sjá hér http://www.bji.is/wp-content/uploads/2018/10/BJI_IMUNG_reglur_181010.pdf

ATH: Forráðarmaður verður að skrá barn eða samþykkja skráningu.

REGLUR FYRIR ÍSLANDSMÓT FULLORÐINNA

Reiknað er með að fullorðir flokkarnir byrji um kl. 11. Engin reglufundur verður fyrir keppendur og er ætlast til að þjálfarar og keppendur kynni sér reglur sjálfir fyrir mót. Keppt verður eftir IBJJF reglum og er hægt að kynna sér þær hér að neðan. Ætlast er að keppendur mæti í vigtun fyrir fyrstu glímu í sínum flokk.

Í ár verður mótinu skipt upp í fjögur getustig hjá körlum: hvít belti, blá belti, fjólublá belti og svo brún og svört saman). Í kvenna flokki verða tvö getustig hvítt og svo lituð belti.

Að venju verða aðeins tveir opnir flokkar: Opinn flokkur kvenna og opinn flokkur karla. Allir geta skráð sig í opnu flokkana, óháð beltalit og þyngd, en þeir sem keppa í efsta getustiginu munu eiga forgang í flokkana.


Keppt verður í 8 þyngdaflokkum hjá körlum;

–64 kg (Light feather)
–70 kg (Feather)
–76 kg (Light)
–82,3 kg (Middle)
–88,3 kg (Medium heavy)
–94,3 kg (Heavy)
–100,5 kg (Super heavy)
+100,5 kg (Ultra heavy)

Keppt verður í 7 þyngdaflokkum hjá konum;

– 53.5 kg
– 58.5 kg
– 64.0 kg
– 69.0 kg
– 74.0 kg
– 79.3 kg
+79.3 kg

KEPPNISREGLUR:

Keppt verður eftir IBJJF reglum sem má finna hér,

.

Athygli er vakin á því að mótshaldarar gefa sér fullkomið frelsi til að sameina flokka bæði eftir þyngdum og litum, ef flokkar eru of fámennir. Alltaf verður reynt að sameina flokka á sem sanngjarnastann hátt.


Entries

  • Karlar 6000 ISK
    18 years and above
  • Konur 6000 ISK
    18 years and above
  • Stelpur Gi 3500 ISK
    4-17 ára
  • Strákar Gi 3500 ISK
    4-17 ára
  • Karlar Opinn Flokkur 0 ISK
  • Konur Opinn Flokkur 0 ISK

Cancel/Refund policy